top of page



Innan veggja sögunnar
Kokkarnir okkar hafa mikla reynslu af því að vinna á einangruðum
stöðum og vinna þar með fólki úr héraði við að safna því sem í boði er til
að búa til frábæran mat sem byggir á staðbundnum smekk.
Kokkarnir okkar hafa til að mynda unnið og numið á Grænlandi,
Svalbarða og Lapplandi ásamt afskekktustu svæðum Íslands og aflað
sér þekkingar frá staðbundnum leiðbeinendum.
Með þá reynslu færa þeir gestum okkar bestu mögulegu rétti hverju sinni.
Þegar þetta sögufræga hús að Amtmannsstíg 1 í Reykjavík var laust til
afnota fyrir starfsemi ákváðum við að láta alla okkar villtustu drauma
rætast og opna veitingastað. Hráefnið okkar er það ferskasta hverju sinni
og því breytist matseðillinn að einhverju leyti eftir árstíðum.
bottom of page